Skíðaskólinn dagur fjögur. Þessa mynd tók ég í gær, því ég komst ekki í fjallið í dag vegna veikinda.
Já vegna veikinda. Heilsan er ekki sjálfgefin, nei heldur betur ekki. Það sem maður gerir dagsdaglega finnst manni sjálfsagt að geta, en það er ekki sjálfsagt. Nei síður en svo. Í gærkvöld lá ég hálf meðvitundarlaus í veikindum og gat mig hvergi hreyft. Ég gat ekki einusinni sinnt Damian. Það kom í verk Þórðar. Úff maður verður að þakka fyrir hvern dag sem maður getur gert það sem maður er vanur að geta gert. Smá veikindavæmni hér, en svona er þetta. Heilsan er betri núna en í gær
og ég ætla að þakka fyrir það
Molinn kveður