Þessi gemlingur bar í gærkvöld. Þetta er 17-314 Sletta og hún átti hrút sem er undan 16-152 Hrók. Það munaði ekki miklu að þessi hrútur hefði ekki komið lifandi í þennan heim. Þegar ég fór eftirlitsferð eftir einn og hálfan tíma fjarveru, þá var Sletta að bera og það var bara hausinn á lambinu. Ég náði að setja hausinn inn og ná löppunum. Þá var ekkert mál að ná því. Ég hélt að hrússi væri ekki lifandi, en hann varð fljótt sprækur. Hann er ágætlega stór. Sletta er líka stór og þroskuð
Það eru komin 7 lömb
Í gær (19. apríl) fæddust 5 lömb, 3 hrútar og 2 gimbrar
Molinn kveður