Þær hafa það nú gott í refaskálanum. Það fóru 8 þangað í gær og svo fóru 12 í dag. Æðisleg aðstæða
Gemsarnir eru í sér hólfi
Jæja þar kom að því. Fyrsta flekkótta lambið, af 70 lömbum. Þetta flekkótta lamb er gimbur undan 14-168 Kráku og 17-103 Dranga. Já það eru komin 70 lömb um kvöldmatarleitið í dag. Kannski bætast fleiri við áður en þessi dagur er liðinn
Í gær (24. apríl) fæddust 11 lömb, 5 hrútar og 6 gimbrar
Komin 58 lömb, 31 hrútar og 27 gimbrar
Molinn kveður