Nú fer maður að sjá hverjar hafa gengið upp, bæði sæðingsærnar og ærnar sem fóru undir félagshrútana. Þessi lömb eru undan 13-982 Móra og 12-092 Eik
Þessi var að bera áðan og er þarna bara borin öðru lambinu sem er hrútur. Svakalega flottur. Hann er undan 13-981 Molla og 14-158 Krubbu. Það þarf að skoða hann í haust
Sumir eru nú bara að reyna að hafa það kósý
Og þessi var líka að hafa það kósý
Þessi gimbur er undan 13-953 Dreka og 15-246 Tinnu
Flest öll lömbin eru mjög stór og þykk. Það verður gaman að sjá hvernig þau verða í haust
Í gær (25. apríl) fæddust 10 lömb, 4 hrútar og 6 gimbrar
Komin 68 lömb, 35 hrútar og 33 gimbrar
Það hafa fæðst mörg lömb í dag, en meira um það á morgun
Molinn kveður