Sauðburðargengið okkar
Þriðja og síðasta forystukindin (sædd með Unga) bar í nótt eins og mig grunaði í gær. Hún átti gimbur. Þá eru 4 gimbrar og 1 hrútur undan Unga.
Það er búin að vera sprengja í burði núna í kvöld. 7 ær bornar á þremur tímum.
Í gær (3. maí) fæddust 14 lömb, 9 hrútar og 5 gimbrar
Á lífi, 172 lömb, 90 hrútar og 82 gimbrar
Molinn kveður