Þarna er ég í mínum draumaheimi. Ég er búin að sofa 24 nætur í fjárhúsunum. Ég á eftir að sofa fleiri nætur þar. Ég er aldrei ein, því Týri sefur alltaf með mér og stundum fá litlir stubbar líka að sofa með mér þar
Gott að hafa svona hjálparlið með sér í sauðburðinum. Þarna er verið að brynna lambánum
Í gær (11. maí) fæddust 15 lömb, 6 hrútar og 9 gimbrar
Á lífi, 367 lömb, 185 hrútar og 182 gimbrar
Molinn kveður