Það fóru sex þrílembur á fjall. Þær eru allar komnar með öll lömbin. Þetta er 15-235 Spöng með tvær gimbrar og hrút undan 17-584 Báser
Heimalingarnir voru þrír og þeir komu allir. Hér er einn þeirra
Þessi hrútur fæddist 6. júní. Hann er undan 11-214 Grásu og 16-543 Boris. Hann er líklegast arfhreinn grár
Nú er sko gaman. Kindurnar komnar heim 
Alltaf leininlegt að sjá þessa sjón. Ég sá þessa fara á hrygginn og ná að koma sér á lappirnar sjálf. Það er að vísu gleðilegt þegar það tekst hjá þeim en ömurlegt að missa þær svona
Við rekum inn á miðvikudaginn og sendum í sláturhús á fimmtudag
Molinn kveður