16-543 Boris. Hann var sendur í húsið
Við sendum 209 lömb og 37 fullorðið (af þeim eru tvær veturgamlar) í sláturhús, í gær. Þeim var slátrað í dag og útkoman var svona:
Meðal fallþungi lambanna var 18,6 kg.
Gerðin 10,22
Fitan 7,12
13 lömb fóru í E
129 lömb fóru í U
67 lömb fóru í R
E: 6,2 %
U: 61,7 %
R: 32,1 %
Þyngsti skrokkurinn var 24,6 kg.
Við mistum eina veturgamla í dag. Hún fór afvelta
Molinn kveður