Jæja þessi mætti í dag af fjalli. Móðir hans og bróðir voru komin. Við höfðum miklar væntingar með þennan hrút í vor. Þetta er hrútur undan 14-151 Tætlu og 17-588 Varíusi, algjör köggull
Já þetta er hann greyið. Við vorum farin að halda að hann hefði ekki lifað sumarið af. Hann er flottur á skrokkinn, en hann er haltur. Það er eitthvað að vinstri framfætinum á honum. Við sjáum til hvort hann lagast eitthvað. Synd með svona flottan hrút
Svo er það þessi köggull. Þetta er hrútur undan 11-059 Mörk og 16-574 Strút
Það þarf að skoða þennan undan Mörk
Manni bregður þegar maður sér svona. Þessi var að vísu steinsofandi, sem betur fer
Molinn kveður