Hér er verið að afgreiða hey sem við vorum að selja til Noregs
Það þarf að merkja hverja einustu rúllu, á þrem stöðum. Þórður er líklegast búinn að læra þessar tölur utanað, ef hann hefur ekki kunnað þær. Þetta er búin að vera svakaleg vinna, að afgreiða þessar rúllur. Það fengu þeir bræður að finna fyrir
Simmi að raða á bílinn
Rúmlega tvöhundruð rúllur fóru
Þessi höfðingi á afmæli í dag. Hann er 78 ára. Ég er svo heppin að eiga hann sem pabba. Til hamingju með daginn elsku pabbi. Þessi mynd af okkur var tekin á sjötugsafmælinu þínu
Molinn kveður