Nú er byrjað að smíða inn í hlöðu, aðstöðu til að hafa kindur þar. Það verður líka notað á sauðburði. Þetta verður á grindum, þannig að það verður alltaf þurrt og fínt
18-412 Sónata. Nú er ég byrjuð að taka myndir af kindunum, til að prenta út og hafa í fjárhúsunum
Nói er alltaf svo flottur
Litfríð er alltaf til í klapp
Það eru 37 pör af alsystrum, í fjárhúsunum núna í vetur. Ég á eftir að setja myndir af þeim
Ég geri það við tækifæri
Molinn kveður