Jæja þá er nú þessi komin í hús. Simmi fór með Týra og þeir náðu henni þar sem hún var (rétt fyrir ofan girðingu á Myrká). Hún ætlaði að stinga af, en Týri sá um að hún gerði það ekki. Simmi kom svo með hana í taum niður að Myrká. Þar var hún sett á kerru og ekið heim í fjárhúsin hér. Þetta er Filma sem hefur verið ein á flækingi síðan í öðrum göngum. Þá stakk hún af frá hópnum sem hún var í, og æddi ein upp á fjall
Nú vantar enn 3 ær og 4 lömb. Við erum búin að afskrifa það, að heimta þau. Skrítið samt að af þessum sjö, er ær með eitt lamb. Já skrítið ef þau hafa bæði drepist
Þórður tók þessar myndir í dag
Molinn kveður