Ég fékk skemmtilega jólagjöf frá Guðrúnu Helgu. Peysa sem smellpassaði á mig. Munstrið er svo flott. Kindur, lömb og Týri
Alveg svakalega flott. Guðrún er svo mikill snillingur í höndunum
Svo gaf Einar Breki ömmu og afa strákurinn okkar, okkur þessa kind í jólagjöf. Hann fékk ull í haust þegar verið var að rýja kindurnar og sagðist ætla að búa til eitthvað úr henni. Þetta er náttúrulega bara snilld hjá 7 ára gulli
Já og við fengum fleiri kindur. Þessar eru líka gerðar úr ull
Og enn fleiri kindur
Mynd í ramma, mjög flott
Og krakkarnir fengu öll svona húfu. Svakalega flott
Vinirnir komnir í eins náttföt og á leiðinni í rúmið
Það bættist í gluggann í dag, tveir myndarammar og ein kind

Við fórum í gær og kveiktum á kerti hjá gullinu okkar. Það var svo mikið rok að það var ekki þægilegt að láta loga á kertinu. Við fórum svo aftur í dag og þá sáum við að kertið hefur alveg náð að brenna. Við kveiktum á öðru kerti í dag
Molinn kveður