Eins og ég sagði í bloggi 8. janúar, þá erum við með eina kind sem kann að opna garðana og fá sér hey áður en við opnum. Það er orðið frekar þreytandi að gefa á þennan garða sem hún er við. Hún opnar á fleiri en einum stað og kindurnar fara að éta. Þær spenna borðið svo mikið að járnið bognar. Núna erum við komin með ráð til að hún geti ekki opnað. Í staðinn fyrir að setja járnið í gatið, þá er það spennt aðeins til og sett þar niður með. Nú getur hún ekki opnað