Heilsan er ekki sjálfgefin, nei heldur betur ekki. Það sem maður gerir dags-daglega finnst manni sjálfsagt að geta, en það er ekki sjálfsagt. Nei síður en svo. Í gær lá ég hálf meðvitundarlaus í veikindum og gat mig hvergi hreyft. Úff maður verður að þakka fyrir hvern dag sem maður getur gert það sem maður er vanur að geta gert. Smá veikindavæmni hér, en svona er þetta. Ég var hressari í morgun, en er núna í kvöld með hita og er búin að smita þann yngsta. Hann varð veikur núna í kvöld. Vonandi verður þetta fljótt að ganga yfir
Nói karlinn alltaf flottur
Molinn kveður