Við erum búin að sprauta seinni sprautuna gegn lambablóðsótt, og lungnapest. Við sprautuðum líka með seleni. Við sprautuðum rétt tæpan helminginn af fénu. Við sprautum líka á morgun og svo kannski hinn daginn ef við klárum ekki á morgun. Við notuðum ganginn og það er algjör snilld að nota hann. Við byrjuðum á að reka út úr einni kró og þær fóru út í rétt
Svo rákum við 8 inn í einu, í ganginn. Ég passaði að þær bökkuðu ekki út og Þórður sprautaði, þrjár sprautur á kind
,
Þórður að sprauta
Svo fóru þær út að norðan
Þeim fannst gott að fara smá út. Þetta gekk bara vel. Vonandi gengur þetta svona vel á morgun
Molinn kveður