Girðingarvinna. Það þurfti að gera við girðinguna við prestfjárhúsin, áður en féð fór þangað. Taka til fyrir framan fjárhúsin og setja heyrúllu í grindina
Það var svo gott veður að það var hægt að vera úti á peysunni. Enginn kuldagalli
Hrútarnir að hvíla sig áður en þeir fá frelsi
Jæja nú koma fyrstu kinda-dróna-myndir
Við settum allt geldféð út í dag. Það eru hrútarnir, smálömbin, geldu gemlingarnir og fullorðnu kindurnar sem voru geldar og eru búnar að láta. Allt í allt eru þetta 56 stk. Úff allt of margt
Þau fylgjast vel með drónanum
Þau hafa það mjög gott þarna

Molinn kveður