16-289 Gedda bar í dag. Hún átti ekki tal fyrr en 22. apríl. Það var eitthvað skrítið með hana, lítil/engin sótt, ekkert kar (bara blóðvatn). Fyrra lambið kom afturábak og náðist ekki á lífi. Tveir hrútar undan 18-559 Brodda
Gaman að vera búin að fá lamb
Við borðuðum hádegismatinn í fjárhúsunum. Þeim fannst það gaman, sérstaklega þeim yngri. Nýtt fyrir hann
Þórður að raða lamba-merkjunum á spjaldið
Ömmu og afa gullmoli kominn til að sjá fyrsta lambið. Hann fær að gista í nótt, því við ætlum að sofa í fjárhúsunum á morgun og byrja að vakta kindurnar
Góðir vinir í fjárhúsunum
Molinn kveður