
Þarna er álftapar
Flaug alveg að þeim. Þau voru mjög róleg og voru ekkert smeyk við drónann
Ég þarf að fylgjast með því þegar það koma ungar
Mér sýnist nú glytta þarna í unga. Kannski eru komnir ungar, en líklegast ekki úr öllum eggjunum. Þá bíða þau þangað til allir ungarnir eru komnir
Ég flaug aðeins niður á engi
Þetta er stykki nr. 6 sem er niður á engi
Og stykki nr. 7 sem er líka niður á engi
Þetta er skógarreiturinn sem er upp í fjallshólfinu okkar
Fjallshólfið okkar
Já þetta er fjallshólfið
Þessi skógarreitur er á túninu fyrir ofan íbúðarhúsin
Þessi gemlingur var sloppinn út úr girðingunni okkar og kominn í Spónsgerðishólfið við hliðina
Ég rak hann með drónanum heim
Hér sést hvar hann fór á milli hólfa
Já hann fór í ánni. Núna er Þórður búinn að gera við þetta og vonandi kemst hann ekki aftur þangað
12-080 Gola með tvær gimbrar undan 17-371 Krissa. Hún var þrílembd og þriðja gimbrin fór undir 12-092 Eik
15-195 Harpa með gimbrar undan 18-593 Hamri
12-322 Heiðdís með hrút og gimbur undan 17-371 Krissa
17-358 Pysja með hrúta undan 13-982 Móra
13-104 Skrukka með hrút og gimbur undan 17-586 Nóa. Hún var þrílembd og það var hrútur sem fór undir 16-295 Sombý
Molinn kveður