
Þetta er hann Nonni litli, sem fæddist 26. apríl. Móðir hans var að láta, þar sem hann átti ekki að fæðast fyrr en 7. maí. Það vantaði 11 daga upp á fulla meðgöngu. Hann var nokkra daga hjá mér inni í hjólhýsinu. Ég gekk honum í móðurstað fyrstu dagana
Tveggja daga gamall og aðeins farinn að labba um og leika sér. Hann þurfti að sofa meira en önnur lömb, kannski vegna þess að það vantaði 11 daga upp á fulla meðgöngu hjá móður
Hann fékk fósturmóður 5. maí, þá 9 daga gamall
Hann fór út með henni og var hinn ánægðasti. Svo varð nú breyting á lífi hans. Fósturmóðir hans varð veik og það endaði með því að það þurfti að aflífa hana. Meðan hún var veik, gaf ég honum úr pela. Hann var mjög háður henni og fékk að vera hjá henni þótt hún væri veik
Sama dag (20.maí) og fósturmóðir hans var aflífuð, þá bar þessi kind, hún Lokka. Hún var einlembd og ég prufaði að skella honum undir hana. Það tókst svona glimrandi vel. Hann var líka sáttur með þessa nýju fósturmóður og fósturbróður. Nonni litli var orðinn 24 daga gamall þegar ég vandi hann undir
Þeir eru ánægðir með hvorn annan
Og þau eru öll ánægð. Í dag, fimm dögum seinna, fengu þau að fara út og allt gengur vel
Eins og ég sagði í bloggi í fyrradag (23. maí) þá sagðist ég ætla að fylgjast með því þegar það kæmu ungar hjá þessu álftarpari. Hún var á hreiðrinu í morgun, en núna um kvöldmat voru þau komin á stjá með ungana. Þau eru að fara niður að á með þá
Það hafa komið 5 ungar
Flott fjölskylda
Enn eru eftir 7 ær. Engin pása að sofa í fjárhúsunum og búin að sofa 37 nætur
Molinn kveður