
Nú er bara ein eftir að bera, því Filma bar síðustu nótt. Hún var sónuð með tvö, en kom með þrjú. Þetta eru allt jöfn og falleg lömb
Nú er bara spurning hvort ég sef 43 nætur eða 44 nætur í fjárhúsunum þetta vor. Ég er nú þegar búin að sofa 43, en það er spurning með þessa einu sem eftir er, hvort hún beri núna í kvöld eða þá í nótt. Ég er nú að vona að hún fari nú að bera svo ég geti lokið vaktinni
Það þarf að skoða þessa bræður í haust. Þeir eru orðnir vígalegir
Þetta eru hrútar undan 14-151 Tætlu og 18-591 Vita
Tvær líkar. 17-325 Litfríð með gimbur undan 18-591 Vita
15-344 Ræma með gimbur og hrút undan 17-586 Nóa
Hrútar undan 13-137 Þúfu og 17-371 Krissa
Gimbrar undan 12-080 Golu og 17-371 Krissa. Gola var þrílembd og þriðja gimbrin var vanin undir 12-092 Eik
Í þessu hreiðri, sem er inni í fjárhúsum, eru Staraungar. Það eru þvílík læti þegar foreldrarnir koma með æti til þeirra. Mér finnst þeir vera búnir að vera mjög lengi í hreiðrinu (mjög langt síðan þeir klöktust út). Þeir verða áreiðanlega orðnir vel fleygir þegar þeir fara úr því. Ég ætla að reyna að fylgjast með því þegar það gerist
Molinn kveður