Við fórum og tókum upp rabbabara. Þessir stubbar hjálpuðu mér
Damian að þvo rabbabarann. Við tókum alveg nóg. Við ætluðum að taka 15-20 kg.
En þegar við vorum búin að skera allt og vigta, þá voru þetta 28 kg. Ég setti þetta allt í frysti, því það er betra (er mér sagt) að sjóða rabbabarann eftir að hann er búinn að frjósa. Þetta verður mikið magn af sultu
Þetta er snúningsvélin, sem þeir bræður voru að kaupa. Það verður munur fyrir þá að snúa með þessari
Molinn kveður