Við skruppum á Handverkshátíðina á Hrafnagili í dag. Þar var margt og mikið að sjá eins og venjulega
Við fórum með þessa þrjá með okkur og það gekk bara vel
Listaverk eftir Hrein Halldórsson alþýðulistamann. Mjög flott
Ég held að pabbi og mamma hafi átt Farmal cub þegar við bjuggum á Molastöðum í Fljótum. Hann var einmitt með svona sláttugreiðu. Líklega er þetta eins
Júlli fékk að fara á hestbak
Molinn kveður