Ég fór eftirlitsflug með drónanum í dag. Nú er hætta á að þær fari afvelta. Verð að standa mig í að fara að minnsta kosti eina ferð á dag. Þetta er Tása
Systurnar Læpa og Læna
10-032 Ponsa með kollóttu lömbin, hrút og gimbur undan 16-108 Bláma
17-357 Dimitría með hrúta undan 18-591 Vita. Hún kom í Spónsgerði. Hún fór afvelta í fyrra haust. Hún er líka búin að fara afvelta núna í haust. Sverrir í Spónsgerði bjargaði henni. Núna þarf að vakta hana vel. Þegar ég tók þessa mynd, þá var ég að reyna að reka hana, með drónanum, úr fjárhúshólfinu og upp í fjallshólf. Hún hreyfði sig ekki og horfði bara á þetta fyrirbæri. Það er skrítið, því ég hef getað rekið kindur með honum
Já, enn heldur krummi áfram að stríða Týra. Hann er búinn að garga hér í dag
Molinn kveður