Við Þórður fórum í morgun, á fjórhjólinu með kerru, til að ná í þetta sett í Þúfnavelli. Það er betra að vera á þessu faratæki, en að vera á bíl með kerru
13-113 Úthyrna með gimbur og hrút undan 16-573 Skála
Smá rigning og slettur
Við fengum svo átta í viðbót á Þúfnavöllum. Við settum nú kerru aftan í jeppann og sóttum þær
Ég held að það vanti 73 hausa af fjalli
Í dag hefði Haukur tengdapabbi orðið 91 árs. Blessuð sé minning ykkar elsku Sigga og Haukur
Guðrún, amma Þórðar hefði orðið 124 ára í dag. Ég kynntist henni aðeins. Guðrún okkar heitir í höfuðið á henni, já og Þórður líka. Hann heitir Þórður Gunnar. Hún lést árið 1985 í mars. Fyrsta jarðarförin sem ég fór á og þá orðin 22 ára
Molinn kveður