
Við fengum nokkrar í dag, á Þúfnavöllum og þar á meðal þessa sem kom með sumrung
Við vorum með smálömb síðasta vetur. 8 gimbrar og 1 hrút, sem voru smá. Flest þeirra voru lítil vegna þess að þau voru þrílembingar (gengu undir þrjú og hafa orðið útundan). Svo voru fjórir hrútar sem fæddust á fjalli og tvær forystugimbrar sem fengu að vera með þeim, því við héldum þeim ekki. Hrútarnir fimm voru geltir og voru með þeim. 15 stykki alls
Núna í haust hafa þrjár af þessum smálömbum komið með lamb af fjalli. Líka önnur forystugimbrin (hin forystugimbrin er ekki komin af fjalli. Kannski kemur hún líka með lamb) Það mistókst að gelda einn sumrunginn og hann er faðir þessara lamba
Hér er sökudólgurinn, fæddur um miðjan júlí í fyrra
Ein fór óborin á fjall (sónaðist geld og var sónuð aftur eftir mánuð og þá með eitt). Hún kom með hrút af fjalli
Tvær geldar ær hafa fengið úti, eftir 12. apríl, þegar við settum geldu ærnar og hrútana út
Við erum semsagt með 7 ær með sumrunga
Við erum komin með ærnar á þessi stykki. Við fengum að beita þetta í nokkra daga
Möðruvellir 3, 4 og 5
Molinn kveður