Ég flaug drónanum inn á Myrkárdal í morgun og tók nokkrar myndir. Ég fór svo heim og setti myndirnar í tölvuna og stækkaði þær upp. Þá kom í ljós, að það voru tvær ær með lömb þarna inn á dal. Simmi og Oggi fóru á buggy bílnum inneftir og komu með þær niður í ganginn. Það var skollið á myrkur þegar þeir komu, þannig að þær verða teknar á morgun. Oggi átti aðra og við hina. Þá vantar okkur 15 stk.
Hér voru þær
Molinn kveður