Brúðhjónin Sigrún og Einar
Við fórum suður á laugardaginn, í brúðkaup. Við áttum yndislega stund með góðu fólki. Við gistum eina nótt og keyrðum heim á sunnudaginn
Gimbrarnar
Smálömbin
Lambhrútarnir
Við erum búin að hýsa þennan hóp, frá 14. október. Núna eru þau komin á hús. Þau fóru ekkert út í dag
Við tókum líka hrútana á hús í dag
Lömbin og hrútarnir verða klippt á morgun
Molinn kveður