Já það var jólaball í skólanum, í morgun. Þessi þrjú voru tilbúin að fara á það. Núna eru þau komin í jólafrí þangað til 6. janúar
Damian
Alexander
Sólveig
Fyrsta skiptið sem ég fer í grænu vélina. Ég varð nú að taka mynd af því
Við urðum að blása snjóinn af veginum upp í fjárhús. Það var orðið ófært, meirisegja fyrir fjórhjólin. Búið að snjóa svo mikið í nótt
Við sáum þrjár ær í viðbót, sem voru sæddar, ganga upp í dag. Alveg komnar nógu margar finnst mér
Molinn kveður