Við fórum í Hlíðarfjall í dag og skemmtum okkur vel. Nú eru allir farnir að renna sér alveg sjálfir. Einn fór margar ferðir í stólalyftuna. Tvö voru í diskalyftunni og þessir tveir yngstu voru að læra að renna sér í töfrateppinu. Alveg frábær dagur
Það þarf líka að fylla á orkutankinn til að geta haldið áfram
Þeir fara einir í töfrateppið
Og renna sér einir niður
Svakaleg framför eftir daginn
Fallegur himinn í morgun. Verið að bíða eftir skólarútunni
Svona dagar, eins og dagurinn í dag var, eru æðislegir
Molinn kveður