Kaffitími í fjárhúsunum
Fyrstu ærnar eiga tal 24. apríl. Við erum búin að vakta þær lauslega í tvo daga. Við erum búin að vera mikið í fjárhúsunum og svo hef ég farið áður en ég fer að sofa og skutlast uppeftir um miðja nótt. Núna hinsvegar ætla ég að sofa í hjólhýsinu og vakna á tveggja tíma fresti og kíkja á þær
Sumar eru orðnar búsnar. Þessi er þrílembd
Ég verð ekki ein í nótt. Þessir gullmolar ætla að sofa með mér og að sjálfsögðu ætlar Týri að gista líka
Damian var með tilraun í gær. Hann setti smá snjóköggul á stéttina og tók tímann á því hvað hann væri lengi að bráðna
Hann var einn klukkutíma að bráðna. Þarna er hann alveg að hverfa
Molinn kveður