Það er búið að rigna þónokkuð í dag, sem er gott og ekki gott. Það er gott fyrir áburðinn sem borinn var á túnin í gær, en ekki gott fyrir lömbin. Þau finna samt lítið fyrir þessu. Bera sig vel
Féð er ótrúlega rólegt, þó það rigni
En þeim finnst líka gott að geta komið inn. Þær komast inn í fjárhúsin, refaskálann og gömlu fjárhúsin. Það er gott að vita af því að þeim líður ekki illa
Nú eru 14 kindur eftir að bera
Það eru 564 lömb á lífi
Ein af þessum sem bar í morgun, kom með tvö, en það var talið í henni eitt fóstur
Molinn kveður