
Þetta eru systurnar 18-403 Læpa og 18-404 Læna undan 14-611 Lundu og 13-982 Móra. Þær eru mjög samrýmdar. Í fyrra, þá var önnur tvílembd og hin var talin með einu fóstri sem átti að drepast. Hún var sett út með geldafénu, en hin fór út með tveimur lömbum. Þær náðu strax saman úti, fóru saman á fjall og komu saman af fjalli. Í nótt, þá ákváðu þær að bera á sama tíma. Önnur kom með þrjú (þessi sem var tvílembd í fyrra) og hin með tvö. Svakalega flott öll þessi 5 lömb. Núna eru þær í sitthvoru spilinu, hlið við hlið og fá svo að fara út saman eftir nokkra daga
Þetta er Læna með þrjá hrúta
Og þetta er Læpa með hrút og gimbur
Og hér eru þær
Heimalingarnir eru alveg búnir að ná þessu. Þeir eru orðnir fleiri. Við gátum vanið einn undir og þá urðu þeir 6. Við tókum svo eitt lamb, undan tveim þrílembum og þá eru heimalingarnir orðnir 8
Nú eru 7 eftir að bera
Einlembunum fækkar hjá okkur miðað við talningu. Nú eru þær orðnar 5 sem taldist eitt fóstur í, en þær komu með tvö lömb. Við erum búin að gera nokkrar einlembur þrílemdar, með því að venja undir þær. Við höfum tekið lömbin til baka. Núna er engin með þrjú lömb, og allar þrílembur bornar
Molinn kveður