Við náðum í húsbílinn í dag. Þetta verður æðislegt
Þegar krakkarnir komu heim úr skólanum, ákváðum við að skella okkur í smá rúnt
Við keyrðum inn á Hrafnagil og buðum þessum gullmolum í kaffi. Við tókum smá rúnt með þeim. Þetta var og verður gaman
Ég fæ aldrei nóg af þessum snillingum
Æi litla hjólhýsagreyið hafði nóttina ekki af. Ég kom næringu ofan í hann, en ég tók svo eftir því að hann hafði ekkert pissað. Kannski hefur hann verið eitthvað stíflaður og dáið þess vegna
Það eru þá 580 lömb á lífi og enn eru 5 eftir, eða það eru líklegast bara 3 eftir, því það eru tvær, einn gemsi sem talið var eitt í og ein ær sem talið var tvö í, sem eru líklegast alveg steingeldar. Það kemur ekkert undir þær. Þær hafa að öllum líkindum látið. Þær fara út á morgun. Þá eru þrjár eftir
Molinn kveður