Síðasta ferðin í dag. Þá eru allar kindurnar farnar á fjall, allavega í bili. Við klipptum klaufirnar á þeim öllum
16-300 Drottning með gimbrar undan 19-601 Safír
18-406 Prinsessa með hrúta undan 19-601 Safír
Svo núna í dag, þá bar fjórða "gelda" ærin. Við erum búin að hafa auga með henni í nokkra daga. Þegar ég kom til hennar í dag, þá var hún borin einu lambi og það var ekki á lífi. Ég veit ekki hvort það hefur komið dautt, eða á lífi og drepist. Svo komu tvö, annað kom dautt. Hún var þrílembd, en er bara með eitt lamb
Þetta voru frekar stór lömb
Fimmta "gelda" ærin ber svo ca. viku af júlí. Það er komið þónokkuð undir hana. Og að öllum líkindum ber ein í viðbót, þá sjötta "gelda" ærin, á fjalli
Komin 10 lömb úr fjórum geldum ám
Molinn kveður