Við skruppum á Snæfellsnesið í dag
Það var ekki skýhnoðri á himni þegar við fórum héðan í morgun
Við fórum í Dalsmynni til að ná í tík sem við erum að fá hjá Svani. Hér er Svanur að kenna Þórði tökin á Þulu. Hann er búinn að temja hana. Hún er að verða árs gömul. Það verður spennandi að sjá hvort við náum að stjórna henni í fénu
Ferðin heim gekk vel. Hér er Þula
Þeim semur vel það sem af er. Vonandi verður það þannig áfram
Og við keyptum þessa framsláttuvél í leiðinni
Þessi ferð tók rétt rúmlega 12 tíma. Hún gekk vel og við fengum gott veður
Molinn kveður