Við flúðum aftur að heiman. Fórum á leikvelli og í sund
Við byrjuðum á Krummakoti í Eyjafjarðarsveit
Svo var það Hrafnagilsskóli
Síðuskóli varð svo fyrir valinu. Við vorum með nesti með okkur
Flott leiktæki á Síðuseli. Við vorum þar í nokkra klukkutíma
Svona var umhorfs þegar við komum heim
Það verður áframhald á morgun. Það á eftir að fræsa í stofunni, forstofunni og eitthvað í þvottahúsinu
Nú er búið að bera áburð á öll tún, bæði hér heima og niður á engi. Það var gert í dag
Molinn kveður