Það er búið að flísaleggja mið herbergið og þónokkuð inn í stóra herberginu. Það er líka búið að flísaleggja rönd, þarna á ganginum, þar sem riksugan er. Það sést nú ekki vel
Þetta er mið herbergið
Og stóra herbergið
Ég ákvað að skella málningu á þetta herbergi, fyrsta herbergið til vinstri á ganginum
Ég er búin að mála það, nema þarna undir glugganum. Það var verið að setja í götin á veggnum, sem voru eftir ofninn. Það þarf að þorna vel. Ég mála þetta á morgun
Ég setti drónann á loft í dag. Ég hef ekki þorað að fljúga honum síðan í júní. Fuglarnir voru brjálaðir út í hann og ætluðu að stúta honum. Það voru sérstaklega spóinn og tjaldurinn. Í dag gekk vel að fljúga. Enginn fugl
Möðruvellir 3, 4 og 5
Möðruvellir 1 og 2
Molinn kveður