Tekið út um eldhúsgluggann. Þau verða rekin inn á laugardaginn. Það fara 300 stykki, sem á að slátra á mánudaginn. Það þarf líka að velja ásetninginn, en það verður erfitt
Það voru 80 lömb 50 kg. og yfir. Þyngsta var 61 kg.
Og það voru 335 lömb sem voru 40 kg. til 49 kg.
Alls 415 lömb 40 kg. og yfir
Heimalingarnir skiluðu sér allir nema einn
Átta heimalingar og meðalvigtin af þeim rétt slefaði yfir 30 kg. Þeir ollu mér vonbrigðum
Ég veit ekki alveg hvað okkur vantar marga hausa. Gæti trúað að það væri eitthvað á milli 40 og 60
Molinn kveður