Hirðakerti
Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér
Við fórum í Dagverðartungu í dag og fengum að velja jólatré, til að hafa úti við aðalinnganginn. Við skreytum það á næstu dögum
Búið að velja tréð
Það verður gaman þegar við verðum búin að skreyta það og setja það upp
Nú er Sólveig farin suður. Við erum strax farin að sakna hennar. Það var svo gaman að fá hana norður
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
Molinn kveður