Vinnumennirnir okkar um helgina
Nú er jólatréð, sem við fengum í Dagverðartungu um daginn, komið á sinn stað
Þórður skreytti það. Mjög flott hjá honum
Glæsilegt
Ég var búin að baka tvær uppskriftir af mömmukökum um daginn. Þær eru búnar, þannig að ég bakaði aðrar tvær uppskriftir í dag. Kannski á ég eftir að baka þá fimmtu. Þetta eru lang vinsælustu kökurnar á þessu heimili
Skyrjarmur sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn ofan af sánum,
með hnefanum braut.
Svo hámaði hann í sig,
og yfir matnum gein.
Unz stóð hann á blístri,
og stundi og hrein.
Molinn kveður