Við tókum hrútinn úr gemlingunum, í dag. Þær ættu þá ekki að bera eftir 21. maí. Það er gott að vera ekki með gemlinga sem bera seint
Við tókum alla lambhrútana úr ánum
Við hrókeruðum fullorðnu hrútunum, (í dag) tókum öll spil, þannig að hver hrútur hefur eina kró. Ærnar ættu allar að vera gengnar. Það eru komnir 17 dagar og við höfum bara séð eina ganga upp.
Sauðburður mun byrja 4. maí og ef engin gengur eftir þennan dag, þá ætti hann að verða búinn 21. maí
Það eru að vísu þrjár ær (þessar sem komu í desember af fjalli) sem bera 28. apríl og fyrr
Ég vona svo innilega að það verði hægt að fósturtelja hjá okkur, því það sparar svo mikla vinnu við sauðburðinn 
Molinn kveður