Tveir ömmu og afa gullmolar í heimsókn. Við fórum í Skíðaþjónustuna, til að skipta út skíðaskóm, því þeir hafa stækkað síðan í mars
Ég hélt að það væri búið að opna í fjallinu og við ætluðum að fara á skíði, en það verður ekki opnað fyrr en á föstudaginn. Við tókum þá bara á það ráð að skíða á túninu fyrir neðan íbúðarhúsin
Ég setti langan kaðal aftan í hjólið og keyrði hring eftir hring. Þeir héldu í kaðalinn og náðu að halda jafnvægi meðan ég keyrði. Þeir hafa engu gleymt frá því í mars. Meirisegja sá yngsti gat þetta
Nú er bara að bíða eftir að fjallið verði opnað
Að lokinni útiveru, þá fengu sér allir að borða kvöldmat
Molinn kveður