Ég fékk oft fjallagrasamjólk, þegar ég var í sveit hjá Hermanni og Auði í Lambanesi, í Fljótum. Í minningunni finnst mér að hún hafi verið góð. Ég hef lengi haft í huga á að gera svona fjallagrasamjólk, en hef ekki haft uppskrift af henni. Ég fann uppskriftir og nú er ekkert til afsökunar að prufa þetta. Ég ætla að týna fjallagrös í sumar og láta verða af því. Ég veit hvernig þau líta út, því við tíndum mikið af grösum í Lambanesi á sínum tíma
Hér eru þrjár mjög svipaðar uppskriftir. Það verður gaman að vita hvort þetta verði eins gott og mér finnst að það hafi verið
Molinn kveður