Svona dagur í dag. Ullin var tekin í morgun
Gott að notast við tæki til að létta manni verkið
Ullarbíllinn
Mér var brugðið þegar ég leit út um gluggann í morgun. Úti var köttur sem starði á mig. Ég hef verið að pæla í því hver ætti bælin (þau eru tvö) í runnanum fyrir framan eldhúsgluggann. Nú er ég búin að komast að því. Hann hefur greinilega oft verið hér, því það hafa verið kattarspor hér í snjónum í allan vetur. Og nú veit ég ástæðuna fyrir því, afhverju snjótittlingarnir hafa ekki verið duglegir að heimsækja okkur í vetur
Hver á þennan kött???
Molinn kveður