Veðrið er búið að vera svona í dag. Skíðaskólinn hjá Þelamerkurskóla, átti að vera í dag í Hlíðarfjalli. 1.- 4. bekkur fá skíðakennslu í fjóra daga. Það varð hinsvegar ekkert af því í dag, vegna veðurs. Vonandi verður hann á morgun. Svo á hann að vera á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Á miðvikudaginn verður svo útivistardagur og þá fara allir, bæði nemendur og kennarar skólans, í Hlíðarfjall. Ég fæ að vera með og hjálpa til, við að koma krökkunum í skó og á skíði. Ég var farin að hlakka til að fara í dag, kannski meira en börnin