Það sést hér að það er nánast snjólaust eftir þetta skot sem kom
Þessar voru að funda í morgun. Ef ég ætti að giska, þá giska ég á að þær hafi verið að funda um sumarið, hvert ferðinni er heitið. Þær skildu blendinginn útundan. Þær vita líklegast að henni verður ekki hleypt á fjall
Tveir gullmolar komu í dag og ætla að vera hjá ömmu og afa um helgina
Svartþrösturinn kom aftur í heimsókn í dag
Og nú með kvenfugl með sér. Ég vissi ekki að karl og kvenfugl væru ekki eins. Guðrún Helga dóttir okkar (fuglafræðingur) kom í dag og benti mér á að þarna væru líklegast hjón á ferðinni
Kvenfugl svartþröstur
Mér finnst þetta svo flottir fuglar. Þetta eru ágætar myndir þótt þær séu teknar út um gluggann. Þær hefðu líklegast ekki orðið betri þótt ég hefði farið út. Þá hefðu líka fuglarnir flogið burt
Molinn kveður