Við erum aðeins byrjuð að flokka kindurnar. Hér eru komnar 15 þrílembur. Við ætlum svo að setja þær við syðsta garðann, þegar við erum búin að flokka þær sem eftir eru
Við tókum geldu gemlingana og settum þá inn í hlöðu, þar sem smálömbin eru. Við settum fjórlemburnar, sem eru fimm, saman við gemlingana
Hér er ein fjórlemba og tveir gemlingar. Gemlingarnir eru orðnir í fullorðinsstærð. Þeir þroskast vel
Það er mikil hláka búin að vera í dag. Allur snjór að hverfa og breytast í vatn
Já allur snjór að hverfa
Molinn kveður