Þessi flugvél flaug MJÖG lágt hér í morgun. Ef ég hefði verið að fljúga drónanum, þá hefðum við líklegast klesst saman. Ég tók þessa mynd með símanum mínum. Mér sýnist standa TF-KNM á henni
Veðrið í dag var æðislegt. Sól, logn og hiti. Við settum þrí og fjórlemburnar út. Þetta eru fjórlembur og nokkrar þrílembur
Þetta eru þrílembur
Þrílembur. Þær fóru ekkert frá. Voru bara þarna í hnapp. Þær voru úti í ca. 2 tíma. Við ætlum að setja þær út, þegar veðrið verður svona gott eins og í dag
Molinn kveður