Þar kom að því að Prinsessa bar. Við erum búin að vakta hana í viku. Hún bar í morgun
Hún bar á meðan við gáfum morgungjöfina
Tvær gimbrar, önnur grá og hin svarflekkótt
Fallegar
Fengum okkur kaffisopa úti, eftir morgungjöf. Veðrið í dag var mjög gott
Vatnsbyssuslagur
Það þýðir nú ekki að vera einhver pjattrófa í sveitinni
Þrílemburnar fengu að fara út í dag
Og fjórlemburnar fengu líka að fara út. Lambærnar verða úti í nótt
Geldféð hefur það aldeilis gott
Ég varð nú að fljúga neðar til að athuga hvort þau væru lífs eða liðin. Þau voru öll á lífi
Hún svaf svo fast að hún heyrði ekkert í drónanum. Ég sá samt að hún andaði. Svaf bara svona fast í smá tíma og fór svo á fætur
Molinn kveður